Leikmenn Birmingham City eru flestir mjög ánægðir eftir að Wayne Rooney var rekinn frá félaginu á dögunum.
Rooney þjálfaði Birmingham í aðeins 15 leikjum en hann tók við liðinu er það sat í sjötta sæti næst efstu deildar Englands.
Undir Rooney hrapaði Birmingham verulega niður töfluna og situr eins og er í 20. sætinu og er í fallbaráttu.
Samkvæmt Daily Mail eru leikmenn Birmingham ánægðir með ákvörðun félagsins að láta Rooney fara.
Þeir eru þá einnig sammála um að það eigi að ráða John Eustace aftur til starfa en hann var óvænt rekinn eftir fína byrjun og tók Rooney við keflinu.