Wayne Rooney gæti enn tekið við Manchester United þrátt fyrir gríðarlega misheppnaða dvöl hjá Birmingham á þessu tímabili.
Rooney er markahæsti leikmaður í sögu United en hann er að hefja þjálfaraferil sinn og hefur stýrt Derby County, DC United og nú síðast Birmingham en var rekinn á dögunum.
Þrátt fyrir að hafa heillað fáa á sínum þjálfaraferli er hans fyrrum samherji, Dimitar Berbatov, viss um að Rooney geti enn sannað sig og þjálfað á Old Trafford einn daginn.
,,Þetta er erfið staða, Birmingham var í sjötta sæti þegar Wazza tók við en eru í dag í 20. sæti. Það eru gríðarleg vonbrigði að hrapa svo mikið niður töfluna,“ sagði Berbatov.
,,Það er erfitt að verja hans starf þarna en að sama skapi þá fékk hann ekki tækifæri á að sanna sig. Fótboltinn í dag er grimmur og það sem skiptir máli eru úrslitin.“
,,Ég vorkenni honum því ég veit að hann er áhugasamur um þjálfun og mögulega verður hann þjálfari Manchester United einn daginn – ég mun halda mig við þá skoðun.“