fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Vonar að Manchester United horfi til Sádi Arabíu – ,,Hann mun alltaf skora sín mörk“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. janúar 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætti að horfa til Sádi Arabíu í janúarglugganum í leit að framherja sem getur aðstoðað Rasmus Hojlund í vetur.

Hojlund hefur leitt línu United á tímabilinu en er aðeins með eitt mark í 15 deildarleikjum hingað til.

Flestir eru sammála um að þessi tvítugi strákur sé ekki tilbúinn í að vera nía United svo ungur að aldri og þarf hann meiri tíma til að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.

Louis Saha, fyrrum framherji United, telur að félagið ætti að horfa til Karim Benzema sem gerði garðinn frægan með Real Madrid.

Benzema er 36 ára gamall og leikur með Al-Ittihad og hefur þar skorað níu mörk í 15 leikjum.

,,Benzema mun hrista upp í hlutunum í framlínu Manchester United og það er það sem þeir þurfa,“ sagði Saha.

,,Hann mun alltaf skora sín mörk og mun tengja spilið mun betur. Þetta er bara minn draumur en Karim er enn mikill atvinnumaður og er framherji sem Hojlund getur lært af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“