Peter Crouch, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sagt ansi skemmtileg sögu af því þegar hann hitti brasilísku goðsögnina Ronaldo.
Crouch átti ansi góðan feril sem leikmaður en var þó alls ekki í sama gæðaflokki og Ronaldo sem lék með liðum eins og Real Madrid, Barcelona og Inter Milan.
Crouch er mikill aðdáandi Ronaldo og hitti hann eitt sinn á strönd á Ibiza. Sú saga er ansi skrautleg.
,,Ég hitti Ronaldo einu sinni, ég var í fríi á Ibiza og sá hann á ströndinni. Hann var upptekinn með flöskur af bjór og öskubakka á maganum,“ sagði Crouch.
,,Í hvert skipti sem hann kláraði drykkinn þá mætti ofurfyrirsætan sem var með honum með annan.“
,,Þetta var of gott tækifæri til að hafna, ég vildi fá mynd og ákvað að fara til hans. Ég vonaðist eftir að hann myndi segja: ‘Oh þú ert Crouch’ en hann hafði ekki hugmynd um hver ég var.“
,,Myndin var tekin og ég fór burt, hann hafði ekki hugmynd um hver var að spyrja.“