fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fréttir

Handtekinn eftir misheppnaða flóttatilraun

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2024 18:24

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirför vegna ökumanns sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu átti sér stað laust fyrir klukkan fimm í morgun, ökutæki sakbornings valt nokkrar veltur eftir að hann ók utan í vegrið, og farþegi í ökutækinu reyndist lítillega slasaður. Skömmu fyrir veltuna mældist hraði 160 km/klst. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi eftir misheppnaða flóttatilraun og var færður á heilbrigðisstofnun með áverka sem voru ekki lífshættulegir. Málið er til rannsóknar, ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, en hann neitaði að blása í áfengismæli. Ökumenn sem neita að gefa öndunarsýni sæta almennt lengri sviptingu ökuréttinda en ella.

Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna dagsins.

Ökumaður í Kópavogi olli lítillegu eignatjóni þegar hann ók á grindverk þar í bæ. Þegar lögregla mætti á vettvang reyndist ökumaður hafa stigið á inngjöfina þegar hann hugðist bremsa, sem olli þessum leiðinlegum afleiðingum. Engin slys urðu á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“