fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Handtekinn eftir misheppnaða flóttatilraun

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2024 18:24

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirför vegna ökumanns sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu átti sér stað laust fyrir klukkan fimm í morgun, ökutæki sakbornings valt nokkrar veltur eftir að hann ók utan í vegrið, og farþegi í ökutækinu reyndist lítillega slasaður. Skömmu fyrir veltuna mældist hraði 160 km/klst. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi eftir misheppnaða flóttatilraun og var færður á heilbrigðisstofnun með áverka sem voru ekki lífshættulegir. Málið er til rannsóknar, ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, en hann neitaði að blása í áfengismæli. Ökumenn sem neita að gefa öndunarsýni sæta almennt lengri sviptingu ökuréttinda en ella.

Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna dagsins.

Ökumaður í Kópavogi olli lítillegu eignatjóni þegar hann ók á grindverk þar í bæ. Þegar lögregla mætti á vettvang reyndist ökumaður hafa stigið á inngjöfina þegar hann hugðist bremsa, sem olli þessum leiðinlegum afleiðingum. Engin slys urðu á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?
Fréttir
Í gær

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Í gær

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember