fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Vægir dómar og slegið á fingur lögreglu – Halda Louis Vuitton töskunum en tapa seðlatalningavélinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur gerði fyrrverandi sambúðarfólki heldur vægar refsingar í máli þar sem sakir vöru þungar. Meðal annars má rekja þetta til fjölda ávirðinga á rannsókn lögreglu sem dómari tiltók í niðurstöðu sinni. Málið varðaði innflutning á um 2 kg af kókaíni og kannabisræktun sem taldi um 70 plöntur þegar upp um hana komst. Eins voru bæði sökuð um að hafa stundað peningaþvætti með því að nota afrakstur fíkniefnasölu til framfærslu sinnar.

Maðurinn játaði sakir hvað varðaði ræktun á kannabisplöntum. Fyrst hjá lögreglu játaði hann að til hafi staðið að selja afrakstur ræktunarinnar, en fyrir dómi breytti hann frásögn sinni og sagðist hafa ræktað plönturnar í lækningaskyni fyrir aðra. Að öðru leyti neituðu hann og hans fyrrverandi sök og þá einkum hvað varðaði meintan hlut þeirra beggja í peningaþvætti.

Sagðist hafa týnt símanúmerinu

Hvað innflutning á kókaíni varðar þá mátti rekja þann hluta málsins til ársins 2020 þegar burðardýr var stöðvað í tollinum á Leifsstöð. Burðardýrið hefur verið sakfelld fyrir innflutninginn og vísað úr landi, en lögregla taldi að það hafi verið ákærði í máli þessu sem í raun stóð að innflutningnum. Þennan grun rökstuddi lögreglan með vísan til þess að í farsíma burðardýr hafi fundist íslenskt símanúmer sem tengdist ákærða.

Ákærði sagði auðvelt að skýra þetta, en hann hafi áður átt númerið en týnt símakortinu tveimur mánuðum áður en burðardýrið var handtekið. Dómari í málinu gerði ítrekaðar athugasemdir við rannsókn lögreglu.

Dómari rakti að hvað kókaínið varðaði hafi framburður ákærða verið stöðugur. Ákæruvaldið þurfi að bera hallan af því að ekki hafi náðst að taka skýrslu af burðardýrinu, sem hafði verið sent úr landi og engin gat haft upp á lengur. Þó að lögregla hafi sýnt að maðurinn hafi tengst símanúmerinu með einhverjum hætti hafi ekki tekist að sanna að hann hafi notað það til samskipta við burðardýrið, eða að símanúmerið tengdist innflutningi með nokkru móti.

Ljóst væri að ákærði tengdist umþrættu símanúmeri og væri grunsamlegt að á síma ákærða hafi fundist sömu myndir og í síma burðardýrs. Enn fremur væri grunsamlegt að maðurinn hafi einmitt verið á ferðalagi í landinu sem burðardýrið kom frá, mánuði fyrir innflutninginn. Framburður mannsins um þessa þætti væri þar að auki óskýr og loðinn. Hins vegar hafi maðurinn sýnt fram á að hann hafi óskað eftir að númerinu yrði lokað áður en hann var handtekinn vegna málsins. Hins vegar hafi lögregla ekkert gert til að skoða þessar skýringar hans og þurfi ákæruvaldið að bera hallan af því.

Sýnt var fram á að ítrekað hafi verið hringt í númerið á tímanum frá því að maðurinn sagðist hafa týnt því, en hins vegar hafi ekki verið svarað. Þetta væri í samræmi við að númerinu hafi verið týnt, og lögregla hafi ekki gert samanburðarrannsókn til að bera saman staðsetningu símans og ákærða. Ákæruvaldið þurfi að bera hallann af því.

Loðin og ófullnægjandi sönnunargögn

Ávirðingar dómara voru fleiri, en hann sagði mörg sönnunargögn ákæruvaldsins óskýr og ekki höfð yfir vafa. Því var ákærði sýknaður af innflutningi kókaínsins.

Hvað hlut konunnar varðaði taldi dómari augljóst að hún hafi í það minnsta vitað hvað þáverandi maki hennar var að sýsla við. Hún hafi verið með myndefni af fíkniefnum í síma sínum, hún hafi rætt um kannabisræktun við ákærða og eins verið ósamvinnuþýð við lögreglu. Hún hafi gefið ótrúverðugar skýringar sem hafi ekki komið heim og saman við sakargögn. Við rannsókn hafi fundið fimm mögulega samanburðarhæf fingraför á fötu sem innihélt fíkniefni. Lögregla hafi þó ekki rannsakað það frekar til að kanna hvort þar mætti finna fingraför konunnar. Því þurfi ákæruvaldið að bera hallann af því.

Þar að auki væru rannsóknargögn lögreglu afar takmörkuð hvað varðaði aðgengi konunnar að húsnæðinu þar sem ræktunin fór fram, sem og sönnunarfærslu ákæruvaldsins að öðru leyti. Ekkert hafi komið fram sem styðji málatilbúnað ákæruvaldsins með beinum og afgerandi hætti. Hún var því sýknuð fyrir þann lið.

Hvað peningaþvætti varðaði væri ljóst að maðurinn hafi ræktað og selt kannabis, en dómari tók skýringar um meinta lækningajurtir, ekki trúanlega. Löglíkur væru á því að óútskýrðar innlagnir á reikninga mannsins tengdust fíkniefnabrotum. Hann var því sakfelldur fyrir peningaþvætti.

Þar sem konan hafi klárlega vitað um fíkniefnabrot þáverandi maka síns og tekið við umtalsverðum fjárhæðum frá honum. Hún hafi því í það minnsta látið sér í léttu rúmi liggja að taka við, nýta, umbreyta og geyma ávinning af fíkniefnasölu. Hún var því sakfelld fyrir peningaþvætti.

Halda Louis en tapa föðurarfinum

Að lokum gagnrýndi dómari hvað það tók langan tíma að rannsaka málið. Tafir hafi verið verulegar fyrir útgáfu ákæru. Því var konan dæmd í fimm mánaða fangelsi skilorðsbundið og maðurinn í 15 mánaða fangelsi, en 14 mánuðir þeirra eru skilorðsbundnir.

Við húsleit lögreglu fundust meðal annars tvær töskur frá Louis Vuitton og peningatalningavél, sem ákærðu mótmæltu upptöku á. Konan greindi frá því að hafa keypt aðra töskuna fyrir sína eigin peninga, en fengið hina að gjöf. Dómari sagði að lögregla hafi ekki rannsakað eða kannað það hvernig töskurnar voru keyptar og því ekki annað hægt en að álykta að það væri með lögmætum hætti. Konan fær því að halda töskunum.

Hvað peningavélina varðaði sagðist maðurinn hafa fengið hana í arf frá föður sínum. Dómari sagði að í ljósi þess að hér væri maðurinn sakfelldur fyrir sölu á fíkniefnum og peningaþvætti, mætti álykta að vélin hafi verið notuð í þeirri brotastarfsemi. Hann fæ hana því ekki aftur.

Þar sem dómarnir voru heldur vægir þurfa þau aðeins að greiða sakarkostnað sinn að hluta, en maðurinn greiðir 3,8 milljónir af 5 milljón króna og konan greiðri 2,2 milljónir af 4,4.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“