Alvaro Negredo fyrrum framherji Manchester City og Real Madrid reykti reglulega sígarettu í hálfleik á meðan hann var leikmaður City.
Patrick Bamford framherji Leeds í dag og segir frá þessu en Negredo skoraði 23 mörk fyrir 48 leiki fyrir City.
Negredo var leikmaður City frá 2013 til 2015 en hann lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum.
„Negredo var magnaður leikmaður, hann var með rosalegan vinstri fót. Ég man eftir einum bikarleik sérstaklega, við vorum í litla klefa,“ segir Negredo.
„Í hálfleik þá reykti hann reglulega, hann hafði hins vegar farið inn í sturtuklefann og reykt þar.“
„Þetta var svo lítill klefi að lyktin var yfir allan klefann og það fundu þetta allir.“