Mikel Arteta, stjóri Arsenal segir að bæði Jurrien Timber og Thomas Partey séu langt því frá að spila með félaginu á næstu vikum.
Timber sleit krossband í fyrsta alvöru leik sínum með Arsenal og segir Arteta að langt sé í hann.
„Timber er langt því frá að spila með okkur, þetta eru langtíma meiðsli,“ segir Arteta.
Partey hefur lítið verið með á þessu tímabili og kemst ekki á Afríkumótið með Ghana í janúar.
„Því miður er langt í það að Partey æfi með liðinu,“ segir Arteta.
🔴⚪️ Arteta: “Jurrien Timber is still far from being back with us, it’s long term injury”.
“Thomas Partey? Unfortunately he’s still far from training for the team”. pic.twitter.com/gaREAEwI7R
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2024