West Ham lánaði í dag varnarmanninn Thilo Kehrer til Monaco í frönsku úrvalsdeildinni.
Kehrer gekk í raðir West Ham frá Paris Saint-Germain fyrir síðustu leiktíð en hefur ekki staðið undir væntingum og verið í aukahlutverki undanfarið.
Nú er hann mættur aftur í franska boltann sem hann þekkir vel.
Kehrer er 27 ára gamall Þjóðverji og á hann 27 A-landsleiki að baki.
🆕✍️ AS Monaco is delighted to announce the arrival of Thilo Kehrer.
The 27-year-old German international defender joins on loan from West Ham United until the end of the season, with an option to buy.#WelcomeKehrer pic.twitter.com/2CICTWIr1v
— AS Monaco EN (@AS_Monaco_EN) January 5, 2024