fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Þekkt fyrirsæta fór með Epstein á einkaeyjuna – Svipti sig lífi tveimur árum síðar

Pressan
Föstudaginn 5. janúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítug fyrirsæta, Ruslana Korshunova, svipti sig lífi árið 2008 tveimur árum eftir að henni var flogið á einkaeyju Jeffrey Epstein þar sem ungar konur og stúlkur voru beittar kynferðislegu ofbeldi.

Fyrirsætan unga var af rússnesku og kasöksku bergi brotin og spáð bjartri framtíð í fyrirsætuheiminum þegar hún svipti sig lífi, tvítug að aldri. Hafði hún meðal annars starfað fyrir DKNY og Ninu Ricci.

Hún svipti sig lífi með því að kasta sér út um glugga á íbúð sinni á Wall Street í New York árið 2008.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að upplýsingar um ferðalag Ruslönu komi fram í skjölum sem gerð voru opinber í gærkvöldi.

Ekki liggur fyrir hvað átti sér stað á eyjunni en eins og komið hefur fram misnotaði Epstein fjölda stúlkna á eyjunni. Flaug Ruslana með Epstein í einkaþotu hans, sem fengið hefur viðurnefnið Lolita Express, ásamt ónefndum karlkyns vinum auðkýfingsins.

Korshunova sló í gegn á tískuvikunni í New York árið 2005 og virðist hafa komist í kynni við Epstein og samstarfsmenn hans fljótlega eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?