Erik ten Hag stjóri, Manchester United, segist hafa setð með Sir Jim Ratcliffe í fleiri klukkutíam og rætt um framtíð félagsins.
Ratcliffe er búinn að ganga frá kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu og mun hann stjórna öllu sem viðkemur fótboltanum.
Ratcliffe mætti á æfingasvæði félagsins í vikunni ásamt sínu fólki og fundaði með Ten Hag. „Þetta var mjög jákvæður fundur, ég verð að segja það,“ segir Ten Hag.
„VIð áttum mjög langan fund, í fleiri klukkutíma sátum við saman og ræddu málin. Það eru mörg verkefni sem við vorum sammála um. Þetta var jákvæður fundur.“
Ten Hag vildi þó ekki ræða hugmyndir aðila. „Það er of snemmt að fara í það,“ segir Ten Hag.
„Þeir eru að koma inn og kynna sig, þeir hafa góðar hugmyndir. Við munum vinna saman að þessu.“
„Þeir hafa gefið mér nokkrar hugmyndir, við ræddum um hugmyndafræði og hvað á að gera. Við munum enda á sömu blaðsíðu um þetta.“