fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Runólfur: Kominn tími á lest milli Reykjavíkur og Akureyrar – Hugmyndin alls ekki svo fráleit

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Þorpinu vistfélagi, segir tímabært að ræða lest sem myndi tengja Reykjavík og Akureyri um Suðurland yfir Kjöl.

Runólfur gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að þróun lestarsamgangna sem grunnþáttur í hröðum og umhverfisvænum almenningssamgöngum víða um heim hafi verið gríðarleg.

Umræðan um lestrarsamgöngur á Íslandi er ekki ný af nálinni og bendir Runólfur á að umræður um byggingu lesta á Íslandi hafi verið áberandi á fyrstu árum fullveldisins þar sem Einar Benediktsson skáld og Jón Þorláksson, þingmaður, ráðherra og síðar borgarstjóri voru í fararbroddi. Umræðan dó síðan út og töldu flestri að á bílaöld væru lestir orðinn úreltur samgöngumáti.

Hagkvæmari en bílar eða flugvélar

„Nú er öld­in önn­ur og þróun lest­ar­sam­gangna sem grunnþátt­ar í hröðum og um­hverf­i­s­væn­um al­menn­ings­sam­göng­um víðast um heim hef­ur verið gríðarleg. Þar standa í far­ar­broddi iðnveldi Aust­ur-Asíu, Jap­an og Kína, en einnig lönd inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins líkt og Frakk­land og Spánn. Lest­ir sem ganga 350 km á klukku­stund eru ekki leng­ur há­tækniund­ur, held­ur venju­leg­ur sam­göngu­máti sem er ákjós­an­legri og hag­kvæm­ari en bíl­ar eða flug­vél­ar á millilöngum vega­lengd­um, bæði hvað varðar ferðatíma og um­hverf­is­mál.“

Runólfur bendir á að þó nokkuð hafi verið rætt um fluglest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar en slík framkvæmd sé, að því er virðist, ekki talin tímabær.

„Mögu­lega er hins veg­ar tíma­bært að varpa fram ann­arri og tölu­vert rót­tæk­ari hug­mynd: Lest sem myndi tengja Reykja­vík og Ak­ur­eyri um Suður­land yfir Kjöl. Slík lest myndi tryggja ör­ugga teng­ingu þess­ara tveggja stærstu þétt­býl­isstaða lands­ins þar sem vega­lengd þar á milli yrði rúm­ir 300 kíló­metr­ar og ferðatím­inn rúm klukku­stund,“ segir Runólfur sem er þeirrar skoðunar að lestin myndi gjörbreyta byggðaþróun í landinu.

80 þúsund íbúar á Akureyri?

„Með stoppistöð á Árborg­ar­svæðinu (Sel­foss-Hvera­gerði-Þor­láks­höfn) og Flúðum yrðu til tveir öfl­ug­ir þétt­býliskjarn­ar á Suður­landi og Ak­ur­eyri myndi sem enda­stöð efl­ast veru­lega sem mót­vægi við höfuðborg­ar­svæðið. Við erum nú á nýju ári að ná 400 þúsund íbúa fjölda og spáð er að okk­ur muni á næstu ör­fáu ára­tug­um fjölga í hálfa milljón eða meira. Fram­kvæmd eins og hér er lýst myndi dreifa byggð á land­inu og þeim vexti sem fram und­an er. Ak­ur­eyri gæti þannig vaxið úr rúm­lega 20 þúsund íbú­um í 40-60 þúsund eða jafn­vel 60-80 þúsund og sam­bæri­leg­ur vöxt­ur gæti orðið á Suður­landi. Ísland myndi þá hætta að vera það borg­ríki sem það er í dag og vöxt­ur fær­ast frá suðvest­ur­horn­inu út um landið. Slíkt er að flestu leyti skyn­sam­legt til að ná betri nýt­ingu á jarðnæði og innviðum, en einnig í ljósi þess að stærst­ur hluti stór­höfuðborg­ar­svæðis­ins stend­ur á eða við eld­virkt svæði sem er á næstu árum og ára­tug­um lík­legt til að valda tjóni þar á innviðum og mann­virkj­um.“

Runólfur kveðst fullmeðvitaður um að kostnaður við slíka framkvæmd yrði gríðarlegur, sennilega 700-900 milljarðar að lágmarki. Framkvæmd sem þessa þyrfti því að fjármagna utan fjárlaga. Hann segir að hafa þarf í huga að kostnaður myndi dreifast á marga áratugi þannig að endurgreiðsla á slíkri framkvæmd gæti tekið 50 ár.

„Þessi fram­kvæmd yrði stærsta ein­staka fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar en í þeim sam­an­b­urði má þess geta að heild­ar­kostnaður við Kára­hnjúka og ál­ver á Reyðarf­irði var tæp­lega 500 millj­arðar króna upp­reiknað til dags­ins í dag. Sú fjár­fest­ing hef­ur borgað sig og sýnt fram á já­kvæð áhrif innviðaupp­bygg­ing­ar á byggðamál. Nú kann það að vera að mörg­um, jafn­vel flest­um, þyki þessi hug­mynd fá­rán­leg, óraun­hæf eða í öllu falli ótíma­bær. Því til svara skul­um við hafa það í huga að hug­mynd Ein­ars Bene­dikts­son­ar um virkj­um í Búr­felli komst ekki til fram­kvæmda fyrr en 1969. Kannski er líka kom­inn tími á jafn gamla hug­mynd Jóns Þor­láks­son­ar um lest milli Reykja­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“