fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Zuckerberg hefur selt hlutabréf í Meta daglega síðustu tvo mánuði

Pressan
Föstudaginn 5. janúar 2024 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu tvo mánuði hefur Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og einn af aðaleigendum Meta, sem er móðurfélag Facebook, selt hlutabréf í Meta á hverjum einasta viðskiptadegi í kauphöllum.

Hann hefur samtals selt 1,28 milljónir hluta frá 1. nóvember og það hefur skilað dágóðum skildingi í vasa hans. Samkvæmt útreikningum Bloomberg þá hefur hann hagnast um 428 milljónir dollara á þessari sölu. Þetta svarar til tæplega 60 milljarða íslenskra króna.

Zuckerberg hafði setið fast á hlutabréfum sínum í Meta síðan í nóvember 2021 en þá seldi hann síðast hlutabréf áður en sölulotan hófst að þessu sinni.

Gengi hlutabréfa í Meta og öðrum tæknifyrirtækjum lækkaði mikið 2022 vegna vaxtahækkana og þar með áttu fyrirtækin í erfiðleikum með að fá peninga að láni. Ekki bætti úr skák að greinendur á hlutabréfamarkaði töldu virði fyrirtækjanna minna en áður.

En gengi hlutabréfa tæknifyrirtækja tók við sér á síðasta ári og hækkaði verð hlutabréfa í Meta um heil 194%.

Bloomberg segir að Zuckerberg sé sjöundi ríkasti maður heims en auður hans er metinn á 125 milljarða dollara. Hann á um 13% hlutabréfanna í Meta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi