fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Skildu 550.000 eftir á eldhúsborðinu – Þá kom hundurinn

Pressan
Föstudaginn 5. janúar 2024 20:30

Cecil gæddi sér á peningunum. Mynd:Instagram/Carrie Law

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hundurinn át heimaverkefnið mitt.“ Þetta er setning sem kemur oft fyrir í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum og hugsanlega einnig í hinu raunverulega lífi. Hjón, sem búa í Pennsylvania, upplifðu þetta, eða því sem næst, nýlega.

Þau lögðu 4.000 dollara, sem svara til um 550.000 íslenskra króna, á eldhúsborðið. Þá kom sjö ára hundur þeirra, Cecil, að borðinu og át seðlana og tætti í sundur.

Hjónin, Clayton og Carrie Law, höfðu tekið peningana út úr hraðbanka til að greiða garðyrkjumönnum fyrir veitta þjónustu.

Það var Clayton sem kom að Cecil við að tæta peningana í sig og hrópaði þá til eiginkonu sinnar: „Cecil át 4.000 dollara,“ sagði Carrie í samtali við Pittsburgh City Paper og bætti við: „Ég hélt að ég myndi fá hjartaáfall.“

Hjónin byrjuðu strax að ljósmynda hina erfiðu baráttu þetta við að reyna að bjarga eins miklu af peningunum og hægt var. Þetta gerðu þau með því að líma saman seðla sem Cecil hafði tætt í sundur og þá sem skiluðu sér í gegnum meltingarveg hans.

Í Instagramfærslu um miðjan desember sagði Carrie að þeim hefði tekist að líma saman 3.550 dollara fram að því. Í samtali við Pittsburgh City Paper sagði hún að það hafi verið skítavinna að þvo seðlana sem fóru í gegnum meltingarveg Cecil.

Þetta hefur nú verið töluvert púsluspil. Mynd:Instagram/Carrie Law

 

 

 

 

 

 

Það var léttir fyrir hjónin að banki þeirra sagðist taka við seðlunum, svo framarlega sem raðnúmer þeirra væru læsileg.

„Ég átti aldrei von á að segja að ég hefði þvegið peninga en það er greinilega fyrsta sinn fyrir allt,“ sagði Carrie í samtali við The Washington Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður