Forráðamenn Birmingham ætla að leita í reynsluna þegar kemur að arftaka Wayne Rooney of fundaði félagið með Tony Mowbray í dag.
Mowbray var rekinn frá Sunderland í janúar en hefur mikla reynslu og hefur starfað víða.
Rooney var rekinn frá Birmingham eftir að hafa tekið við í október, liðið var í efri hluta deildarinnar þegar Rooney tók við.
Liðið vann hins vegar aðeins tvo leiki af fimmtán undir stjórn Rooney og var hann loks rekinn.
Mowbray var lengi vel stjóri West Brom og hefur síðan þá farið víða og náð ágætis árangri.