Borussia Dortmund mun aðeins borga þriðjung af launum Jadon Sancho á meðan hann verður á láni hjá félaginu út tímabilið. Þessu halda hinir ýmsu miðar fram.
Sancho er einn launahæsti leikmaður Manchester United með 375 þúsund pund á viku, hann hefur ekki spilað síðan í ágúst á síðasta ári.
Erik ten Hag, stjóri United, neitar að nota Sancho eftir að þeim lenti saman snemma í september.
Stuðningsmenn United eru margir ansi reiðir yfir því að félagið ætli að stimpla þennan samning, þegar félagið heldur áfram að borga meirihlutann af launum hans.
„Félagið á troða þessu tilboði upp í rassgatið á sér,“ skrifar einn.
„Ég vil frekar selja hann og fá lítið fyrir hann, frekar en að borga launin hans. Við erum enn að borga Dortmund kaupverðið,“ segir annar.
United keypti Sancho frá Dortmund fyrir tveimur og hálfu ári fyrir 75 milljónir punda.