Manchester City sér Florian Wirtz, leikmann Bayer Leverkusen, sem arftaka Kalvin Phillips á miðjunni hjá sér.
Þetta kemur fram í úttekt The Athletic á komandi félagaskiptaglugga þreföldu meistaranna.
Phillips er á förum frá City í þessum mánuði. Hann kom til félagsins frá Leeds fyrir síðustu leiktíð en hefur engan veginn tekist að festa sig í sessi í liðinu. Evrópumótið er framundan næsta sumar og vill enski miðjumaðurinn fara þangað sem hann fær að spila.
Það kemur þó fram að það sé líklegra að Wirtz komi til City næsta sumar, fari hann þangað.
City er ekki eina félagið á eftir Wirtz en Bayern Munchen fylgist líka með honum.