Danskir fjölmiðlar telja að Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslsenska landsliðsins sé einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari Lyngby.
Lyngby er að selja Frey Alexandersson til Kortrijk í Belgíu þar sem hann tekur við þjálfun liðsins.
Kortrijk er í neðsta sæti í Belgíu en Lyngby leitar nú að eftirmanni Freysa.
Talið er að Jóhannes Karl komi til greina en hann hefur verið að skoða störf erlendis undanfarnar vikur.
Norrköping og Öster fóru bæði í viðræður við Svíþjóð en hann tók ekki við þeim störfum.
Hjá Lyngby eru Gylfi þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon.