Það er gömul saga og ný að skiptar skoðanir séu um Áramótaskaup RÚV. Skaupið í fyrra var engin undantekning og virtist fólk annað hvort hafa elskað eða hatað það.
Sum atriði vöktu meiri athygli en önnur og virtist „leikskólaatriðið“ hafa slegið hvað mest í gegn.
Áhrifavaldavinkonuhópurinn LXS var skotspónn brandara í atriði þar sem skvísurnar fóru í sumarbústað og ein þeirra tilkynnti um kyn nýja hvolpsins síns með þyrlu.
Það virðist sem svo að einhverjir hafi verið eitthvað óánægðir með þetta og látið í ljós skoðun sína að LXS-hópurinn væri ekki nógu „merkilegur“ til að komast í Skaupið, en við því hefur Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og meðlimur skvísuhópsins, bara eitt að segja.
„Þið vilduð bara að þetta væri ykkar vinahópur sem komst í Skaupið, viðurkennið það,“ sagði hún og dansaði með kampavínsflösku í myndbandi á TikTok með yfirskriftinni: „Þegar allir eru reiðir yfir því að LXS var í skaupinu.“
@sunnevaeinars þið vilduð bara að þetta væri ykkar vinahópur sem komst í skaupið admit it 🫨 #lxs ♬ original sound – Better Noise Inc
Hægt er að horfa á Skaupið í heild sinni hér að neðan.