Jadon Sancho verður líklega leikmaður Borussia Dortmund á morgun en hann hefur ekki spilað leik síðan í lok ágúst.
Manchester United mun lána Sancho til Dortmund fram á sumar en þá verður staðan skoðuð.
Sancho hefur ekki fengið að æfa með United liðinu frá því í september eftir að hafa farið í stríð við Erik ten Hag.
Erling Haaland fyrrum samherji Sancho frá því í Dortmund virðist ansi spenntur fyrir félagaskiptunum.
„Alvöru leikmaður,“ skrifar Haaland á Instagram og birtir mynd af sér og Sancho að fagna titli með Dortmund.
Sancho var keyptur til Manchester United fyrir tveimur og hálfu ári fyrir 75 milljónir punda en hefur ekki fundið sig á Englandi.