fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Vignir Már og Þorvaldur liggja undir feldi – Ólíklegt að báðir fari í framboð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjör til formanns KSÍ fer fram í næsta mánuði en nú þegar styttist í kjörið hefur aðeins Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ staðfest framboð til formanns.

Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum eftir rúm tvö ár í starfinu.

Vignir Már Þormóðsson, fyrrum stjórnarmaður hjá KSÍ og fyrrum formaður knattspyrnudeildar KA er einn þeirra sem íhugar framboð.

Vignir staðfesti á dögunum að hann væri að skoða hlutina en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um framboð.

Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og starfsmaður Stjörnunnar í dag hefur undanfarnar vikur verið mikið í símanum.

Þorvaldur hefur talað við mörg félög en ekki staðfest við fjölmiðla að hann skoði framboð. Talið er ólíklegt að bæði Vignir og Þorvaldur fari fram.

Fleiri hafa skoðað framboð líklegast er talið að hið minnsta einn til viðbótar fari fram gegn Guðna sem hætti störfum hjá sambandinu haustið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn