fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Lyngby staðfestir tíðindin – „Í dag erum við leið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 10:45

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyngby hefur staðfest að það sé í viðræðum við erlent félag um sölu á þjálfara sínum, Frey Alexanderssyni.

Danskir miðlar sögðu frá því fyrr í morgun að Freyr væri að taka við Kortrijk, botnliði belgísku úrvalsdeildarinnar.

Lyngby tekur fram að það eigi eftir að klára smáatriði en búast má við að allt verði frágengið á næsta sólarhring.

„Í dag erum við leið. Við áttum okkur samt á því að Freyr hefur hjálpað til við að búa til ótrúlegan grunn og menningu í þessu félagi. Það er eitthvað fyrir nýjan þjálfara að byggja ofan á,“ segir Nicas Kjeldsen, yfirmaður íþróttamála hjá Lyngby.

„Við erum þegar farnir að ræða við nokkra kandídata. Við munum finna þann rétta í starfið og hefja nýjan kafla í okkar sögu.“

Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra.

Íslendingarnir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson spila með liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham