fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Gervihnattarmyndir sýna allt aðra mynd af fiskveiðum en áður var talið – Veitt á friðuðum svæðum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2024 18:30

Kort af skipaferðum. Blámerktu ferðirnar eru skip með rakningarbúnað en rauðmerktu án hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný gögn úr gervihnattarmyndum sýna að allt aðra mynd af fiskveiðum heimsins en áður var talin. Almennt séð nota fiskiskip í Asíu ekki rakningarbúnað og erfitt er að fylgjast með þeim.

Rakningarbúnaður (AIS), þar sem hægt er að fylgjast með ferðum skipa, er algengur í Evrópu. Ef fiskveiðar heimsins eru aðeins skoðaðar út frá skipum með slíkan búnað mætti halda að 36 prósent veiðanna færu fram í Evrópu og 44 í Asíu.

Raunin er hins vegar að 71 prósent veiða fara fram í Asíu en aðeins 10 prósent í Evrópu en rakningarbúnaður er mun óalgengari í asískum skipum. Í gögnunum sést að Kínverjar stunda um 30 prósent allra fiskveiða í heiminum.

Sigla inn á friðuð svæði

Rannsóknin var unnin af vísindamönnum við Global Fishing Watch og birt í tímaritinu Nature. Gögnunum var safnað á árunum 2017 til 2021.

Í gögnum sést að úthafsveiðar eru miklu óalgengari en veiðar nálægt strandlengjum. Hins vegar sést líka að fiskiskip fara reglulega inn á svæði sem eru friðuð fyrir veiðum. Hafa ber þó í huga að gervihnattarmyndirnar sýna ekki hversu mikið skipin veiða, heldur aðeins ferðir þeirra.

14 prósent skipa við Íslandsstrendur eru ekki með rakningarbúnað.

Rannsóknin náði ekki einungis til fiskiskipa, heldur fraktskipa og olíuflutningaskipa einnig. Um þriðjungur flutningaskipa er ekki með rakningarbúnað en um þrír fjórðu allra fiskiskipa.

Mikilvægt að vakta skip

Að sögn Fernando Paolo, eins vísindamannanna, er hins vegar vert að hafa í huga að sumar þjóðir eru með eigin vöktunarbúnað fiskiskipa og deila ekki upplýsingum með öðrum þjóðum um ferðir þeirra.

Nánast engin skip við Malakkaskaga eru með rakningarbúnað.

„Fiskur er mikilvæg auðlind sem ferðast um. Þess vegna er mikilvægt að skip séu með opinn rakningarbúnað til að hægt sé að vakta fiskistofna. Það er erfitt að skilja og kortleggja umhverfisspor skipa nema þau sýni hvar þau eru og hvað þau eru að gera,“ sagði Paoli við tímaritið Tech Crunch.

Í gögnunum kemur fram að flest skip með rakningarbúnað eru á ferð í kringum Norðurlöndin en fæst í Suðaustur-Asíu. Við strendur Indlands, Bangladess og Mjanmar eru nánast engin skip með slíkan búnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti