James Maddison, leikmaður Tottenham, var í stuði á heimsmeistaramótinu í pílukasti í gær.
Luke Humphries hafði betur gegn Luke Littler í úrslitunum en eins og margir í stúkunni hélt Maddison á skilti með skemmtilegum texta.
Þar stóð: „Norður-London er hvít“ og er hann auðvitað að vísa í lið sitt, Tottenham, en Arsenal er einnig í norðurhluta borgarinnar og mikið hatur á milli félaganna.
Það var hins vegar nóg af stuðningsmönnum Arsenal á svæðinu sem skutu á Maddison á móti.
„Tottenham er slátrað hvert sem þeir fara,“ sungu stuðningsmenn Arsenal í Alexandra Palace í gær.
Myndband af þessu er hér neðar.
I assume the Ally Pally crowd have just spotted James Maddison watching on! 👀
Chants of ‘Tottenham get battered everywhere they go’ ring out around the arena! ⚽️ pic.twitter.com/eCT8vbnQFZ
— Matt Graveling (@mattgraveling) January 3, 2024