fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Trump áfrýjar dómi um að hann sé ekki kjörgengur

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 16:30

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur áfrýjað niðurstöðu hæstaréttar í Colorado, um að hann sé ekki kjörgengur í ríkinu, til hæstaréttar Bandaríkjanna. Hann biður hæstarétt einnig um að taka afstöðu til niðurstöðu innanríkisráðherra Maine um að hann sé ekki kjörgengur.

The Washington Post skýrir frá þessu. Hæstiréttur Colorado kvað upp þann dóm 19. desember að nafn Trump megi ekki standa á kjörseðlum þegar Repúblikanar efna til forvals fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember.

Ástæðan er hlutur Trump í árásinni á þinghúsið í Washington þann 6. janúar 2021. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Trump hafi átt hlut að máli og að ræða hans þar sem hann hvatti æstan múginn til að ráðast á þinghúsið falli ekki undir ákvæði fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir landsmönnum tjáningarfrelsi.

Í Maine komst innanríkisráðherrann, Shenna Bellows, að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að verða forseti Bandaríkjanna ef maður hefur hvatt til uppreisnar gegn stjórnarskránni sem maður hefur svarið hollustueið.

Lögmenn Trump og hann sjálfur hafa hafnað því að hann hafi átt hlut að máli varðandi árásina á þinghúsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum