Alla sína ævi er þeim sagt að þeir eigi að vera sterkir og karlmannlegir og að tilfinningar séu bara einhver tilbúningur. En þú verður hissa þegar/ef þú kemst að því hversu miklar tilfinningaverur karlar eru í raun og veru og hversu erfið ástarsorg getur reynst þeim.
Já, þú last rétt. Karlar eru ekki bara hetjur, sem ráfa um og elska að pissa utandyra. Þeir eru tilfinningaverur og vilja gjarnan deila tilfinningum sínum með öðrum.
En það er fleira sem karlar vildu óska að konur vissu um þá.
Karlar elska að lifa í núinu
Hann vill ekki spurningar um framtíðina og hann reynir ekki mjög mikið að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Hún kemur hvort sem er og því ekki bara að lifa í núinu? Af hverju ekki að gera það besta úr tímanum núna? Karlar eru ekki hrifnir af allri þessari pressu um framtíðina og allt það sem vænst er af þeim. Þess vegna verða flestir karlar hræddir og draga sig til baka þegar þeim finnst þú vera að þvinga þá inn í samband. Þeir elska einfaldlega að vera hér og nú og einblína á aðdráttaraflið og ástina á þessu augnabliki og trúa að það sé besta leiðin til að byggja alvöru samband upp á.
Karlar eru ekki hræddir við klárar konur
Þvert á móti eru klárar konur kynæsandi í þeirra huga. Karlar elska að læra hluti af þér, að fá nýja reynslu frá þér. Í dag starfa konur sem forstjórar, vísindamenn, forsætisráðherrar og fleira og þú getur lagt aleiguna undir um að körlum finnst fátt meira kynæsandi en gáfuð kona.
Karlar elska að sjá þig án andlitsfarða
Þetta hefur verið sagt milljón sinnum en samt sem áður er eins og konur trúi þessu ekki. Við erum ekki bara að tala um andlitsfarða, heldur einnig ýmislegt annað sem ekki er náttúrulegt, til dæmis hárlengingar, falskar neglur og löng augnhár. Karlar elska húmorinn þinn, bros þitt og sætan hlátur þinn. Andlitsfarði er í fínu lagi ef þú notar hann vegna tískunnar eða vegna þess að þú vilt fá útrás en ef þú heldur að þú sért ekki falleg eða að þú sért minna virði án farða, þá pirrar það karla.
Karlar elska líka að kela
Að liggja með konuna í lífi sínu í fanginu, í þægilegu rúmi, er bókstaflega eins og himinn á jörðu. Karlar vilja gjarnan finna fyrir mjúkri húð þinni, lykta af hárinu þínu og vita að þú ert hin eina rétta. Áður fyrr var það tabú að karlar vildu kela og vera nánir konu. Ef þeir héldu utan um konu og kúrðu hjá henni, var það talið merki um að hann væri að gera henni greiða. Sumir karlar hugsa því miður enn á þennan hátt en flestir gera það ekki. Ef hann segir að honum finnist ekki gott að kela og kúra hjá þér, þá er hann að ljúga.
Karlar geta átt konur sem vini
Af hverju ekki? Það er algeng mýta að karlar geti ekki litið á konu sem vin og ekkert annað, að það sé alltaf eitthvað kynferðislegt sem laðar þá að konum. Mjög margir karlar eiga konur sem vini, konur sem þeir hafa aldrei haft minnsta áhuga á að vera í ástarsambandi við. En það er auðvitað rétt að þeir eiga líka konur að vinum sem þeir eru ástfangnir af, og halda því leyndu, en ekki trúa því og halda að þeir geti ekki átt konur að vinum án þess að hafa áhuga á einhverju öðru en vináttu.