fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Gwenn Marie hvarf 1979 – Nú eru loks ný tíðindi af máli hennar

Pressan
Sunnudaginn 7. janúar 2024 22:30

Gwen Marie Story

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gwenn Marie Story var 19 ára þegar hún yfirgaf heimili sitt í Ohio árið 1979 til að reyna að hafa uppi á blóðföður sínum. Hún sneri ekki aftur heim lifandi. Lík hennar fannst þetta sama ár á opnu svæði við fjölfarin gatnamót í Las Vegas.

Krufnin leiddi í ljós að hún hafði verið myrt en hins vegar var ekki vitað á þessum tíma af hvaða konu líkið var. En nú hefur tekist að bera kennsl á það með því að nota nýjustu og fullkomnustu aðferðir við rannsóknir á DNA.

Talið er að Gwenn hafi látist tæpum 24 klukkustundum áður en lík hennar fannst.

Sky News segir að Gwenn hafi verið nefnd „Sahara Sue Doe“ en það nafn er tilvísun í gatnamótin þar sem lík hennar fannst.

Lögreglan í Las Vegas sagði í fréttatilkynningu að framfarir í DNA-rannsóknum hafi leitt til þess að það tókst að bera kennsl á líkið.

Það var maður, sem var á göngu, sem fann líkið að kvöldi 14. ágúst 1979. Hár hennar var krullað og rautt naglalakk á öllum nöglum.

Ættingjar Gwenn segja að hún hafi farið að heiman snemma sumars til að leita að blóðföður sínum sem bjó í Kaliforníu. Hún ferðaðist með tveimur vinum sínum, karlmönnum. Fjölskylda hennar heyrði aldrei aftur frá henni.

Þegar vinir hennar komu heim aftur í ágúst, sama mánuði sem lík hennar fannst, sögðu þeir fjölskyldu hennar að þeir hafi skilið við hana í Las Vegas.

Lögreglan segir að nú beinist rannsóknin að þessum tveimur vinum og af hverju Gwenn hafi endað látin í Las Vegas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar