Live Science segir að áhugamenn um geimferðir hafi fylgst með ferðum Shenlong og hlutanna, sem var komið á braut um jörðina, og hafi numið sendingar frá sumum þeirra.
Hlutirnir hafa fengið heitin A, B, C, D, E og F. Scott Tilley, áhugamaður um geimferðir, sagði í samtali við Live Science að svo virðist sem hlutur A sendi frá sér merki sem minna á merki sem Shenlong hefur sent frá sér í fyrri ferðum sínum út í geim.
Þetta var þriðja ferð Shenglon út í geiminn en áður fór vélin þangað í september 2020 og ágúst 2022. Í þessum ferðum voru litli hlutir settir á braut um jörðina en ekki er vitað hvaða tilgangi þeir þjóna.
Í grein í SpaceNews í nóvember 2022 kom fram að þessir hlutir væru hugsanlega litlir gervihnettir eða hluti af einhverri tilraun.