Sir Jim Ratcliffe og aðstoðarmenn hans funduðu með Erik ten Hag, stjóra liðsins á æfingasvæðinu félagsins í gær.
Talsmaður félagsins segir að allt hafi farið vel fram en ljóst er að stjórinn vill halda áfram þeim völdum sem hann hefur haft.
Ensk götublöð telja að Ratcliffe og hans fólk ætli að ráða miklu um leikmannamál félagsins.
„Það er ekkert leyndarmál að Sir Jim og hans fólk hefur verið á svæðinu síðustu daga,“ segir talsmaður félagsins.
„Þeir mættu á æfingasvæðið og það snérist um að kynnast fólkinu sínu. Sir Jim hitti starfsmenn félagsins og leikmenn kvennaliðsins.“
„Þetta var allt saman mjög jákvætt.“