Hann varð þar með fyrsta manneskjan til að sigra í Tetris, eða öllu heldur klára þennan vinsæla tölvuleik.
Í myndbandinu sést þegar tölvuleikurinn hrynur þegar Willie kemst alla leið á borð 157. „Guð minn góður . . . það líður yfir mig,“ heyrist hann segja um leið og hann reynir að ná stjórn á andardrætti sínum.
Sky News segir að það hafi tekið Willie 38 mínútur að láta leikinn hrynja og þar með sigra í honum fyrstur allra.
Lengi vel var talið að borð 29, þar sem mesti hraðinn í leiknum næst, væri efsta borð hans. En síðan gerðist það 2011 að leikmaður komst á þrítugasta borð. Í kjölfarið komust aðrir spilarar enn lengra en þar til nú voru það aðeins gervigreindarforrit sem höfðu náð að klára leikinn. En Willie fetaði í fótspor þeirra og kláraði leikinn.