fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Stuðningsmaður Pútíns fannst látinn – „Datt út um glugga“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 07:00

Vladimir Egorov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fannst Vladimir Egorov látinn í garðinum við heimili sitt sem er austan við Moskvu. Hann var félagi í flokki Vladímír Pútíns, Sameinað Rússland, og stuðningsmaður forsetans. Lögreglan segir að hann hafi dottið út um glugga.

Egorov er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem hefur látist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Dauða margra þeirra bar að með dularfullum hætti og eru nokkrir sagðir hafa dottið út um glugga.

Nýlega hylltu þingmenn í rússnesku Dúmunni, þingi Rússlands, Egorov, sem var 46 ára þegar hann lést, fyrir stuðning hans við hernaðinn í Úkraínu.

Lögreglan segir að um óhapp hafi verið að ræða þar sem hann datt út um gluggann og engar vísbendingar séu um að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað.

Á Telegram-rásinni Baza er haft eftir heimildarmönnum innan rússnesku leyniþjónustunnar að Egorov „hafi dottið út um glugga á þriðju hæð“.

Miðað við hversu margir þekktir aðilar, aðallega andstæðingar Pútíns, hafa látist við undarlegar kringumstæður síðan Rússar réðust inn í Úkraínu, er ekki furða að margir velti fyrir sér hvernig dauða Egorov bar að og hvort hann hafi verið fallinn í ónáð hjá Pútín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi