fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Ástþór reynir í fimmta sinn við embætti forseta Íslands

Eyjan
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 17:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástþór Magnússon ætlar aftur í framboð til embættis forseta Íslands. Hann greindi frá þessari ákvörðun sinni í samtali við Nútímann.

Vill Ástþór sjá Ísland sem friðartákn í heiminum og verði hann kjörinn mun hann vinna að því að landið fái nýtt hlutverk sem alþjóðlegur talsmaður friðar og mannréttinda. Annað stefnumál hjá honum er að fá höfuðstöðvar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á Reykjanes.

Ástþór segist ekki hrifinn af forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar, en hann sé handbendi hernaðarhyggju og hafi ekkert gert nú á tímum styrjalda, til að vera jákvætt afl í hinum alþjóðlega heimi. Ástþór vill sjá Ísland sem miðstöð friðarmála.

Ástþór er viðskiptamaður og stofnandi samtakanna Friður 2000. Hann er fæddur árið 1953 og nam við listaháskóla í Bretlandi, auk þess sem hann lauk prófi í auglýsingaljósmyndum og markaðsfræðum. Hann var upphafsmaður að stofnun Eurocard á Íslandi árið 1979 sem var fyrsta kreditkortafyrirtækið hér á landi. Hann hefur einnig verið virkur í frumkvöðlastarfi á sviði tækni, hefur komið að flugrekstri og á að baki yfir 2000 flugtíma.

Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 1996. Reyndi hann aftur árið 2000 og 2012 en í báðum tilvikum var framboð hans dæmt ógilt. Hann bauð sig líka fram árin 2004 og 2016, en þar með er hann nú í framboði í fimmta sinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum