Sir Jim Ratcliffe mætti til Manchester í gær á einkaflugvél sinni til þessa að funda um stöðu félagsins.
Kaup Ratcliffe á 25 prósenta hlut í félaginu voru staðfest um jólin.
Ensk blöð segja að hann hafi fundið með stjórnarmönnum félagsins í gær en einnig tekið fund með Erik ten Hag, stjóra félagsins.
Ratcliffe má ekki taka neinar ákvarðanir um félagið á meðan enska úrvalsdeildin skoðar kaupin og stimplar þau góð og gild.
Segir í fréttum að Ratcliffe og hans fólk veðri í Manchester næstu daga og muni meðal annars funda með leikmönnum.
United er í krísu og er staða Erik ten Hag í hættu en með nýjum eiganda gætu komið miklar breytingar.