Jadon Sancho, kantmaður Manchester United heldur áfram að mæta einn til æfinga hjá félaginu.
Vonir standa til um að hann fari frá félaginu í janúar en Borussia Dortmund reynir að fá hann á láni.
Sancho er 23 ára gamall og hefur ekki æft né spilað með liðinu frá því í september. Hann fór þá í stríð við Erik ten Hag og neitar að biðjast afsökunar.
„Mér er alveg sama,“ sagði Sancho þegar hann var spurður að því hvort hann væri til í að árita Manchester United mynd.
Sancho stoppaði fyrir æfinguna og áritaði hinn ýmsa varning fyrir unga stuðningsmenn félagsins sem virtust hafa gaman af því.
‘He might not want the one with United on’ 😭😭 pic.twitter.com/JcVSQZHN0L
— Frank🧠🇳🇱 (fan) (@TenHagEra) January 3, 2024