Gypsy varð frjáls kona þann 29. desember síðastliðinn eftir að hafa afplánað átta ár af tíu ára dómi sínum. Hún var dæmd fyrir morðið á móður sinni, Dee Dee Blanchard, árið 2016. Gypsy þurfti að þola margra ára ofbeldi af hendi móður sinnar sem glímdi við sjúkdóminn Munchausen by proxy, sem gerði það að verkum að hún beitti hinum ýmsu brögðum til að sannfæra umheiminn, sem og dóttur sína, um að Gypsy Rose væri langveik.
Sjá einnig: Sjáðu fyrstu myndirnar af frjálsri Gypsy Rose eftir 8 ára afplánun fyrir morðið á móður sinni
View this post on Instagram
Gypsy, 32 ára, og Ryan, 38 ára, giftust í lok sumars 2022. Þau kynntust árið 2020 eftir að Ryan sendi henni bréf á meðan hún sat inni. Fyrsta árið töluðu þau aðeins saman í síma, vegna Covid. Ryan starfar sem kennari fyrir börn með sérþarfir.
Síðan hún losnaði úr fangelsi hefur samband þeirra verið áberandi í sviðsljósinu og hafa sumir netverjar haft mjög ljóta hluti um Ryan að segja.
Fólk hefur sagt ýmislegt um útlit hans en hann hefur einnig verið kallaður „perri“ eða „öfuggi“ fyrir að hafa byrjað með Gypsy á meðan hún var enn í fangelsi.
Gypsy Rose kom eiginmanni sínum til varnar við eina færslu hans á Instagram. Fólk hafði skrifað ljót ummæli við færsluna og virtist Gypsy hafa fengið nóg.
„Ryan, ekki hlusta á þau. Ég elska þig og þú elskar mig. Við skuldum engum neitt. Það sem skiptir máli er fjölskylda okkar […] Fólkið sem skrifar þessar ljótu athugasemdir skipta ENGU MÁLI,“ skrifaði hún og gaf síðan í skyn að Ryan væri góður í rúminu.
„Ég elska þig, þau eru líka bara öfundsjúk því þú gerir mig tryllta öll kvöld… já ég sagði það,“ sagði hún og bætti við að „the D is fire“ sem mætti lauslega þýða sem: „Typpið er í stuði.“
„Hamingjusöm eiginkona, hamingjusamt líf,“ endaði hún svo ummælin á.
Ryan svaraði eiginkonu sinni: „Hver sagði að þetta öfundsjúka fólk væri eitthvað að trufla mig. Allavea, haha… Komdu hingað, elskan.“