Öflugur jarðskjálfti reið yfir á suðvesturhorni landsins rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Skjálftinn fannst mjög vel á höfuðborgarsvæðinu.
RÚV greinir frá því að samkvæmt fyrstu tölum frá Veðurstofu Íslands hafi skjálftinn verið 4,5 að stærð og voru upptökin við Trölladyngju. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi verið 3,9 að stærð.
Trölladyngja er eldfjall á Reykjanesskaga, rétt vestan við Kleifarvatn.
Ja hérna! Sæmilega harður þessi hér í Hafnarfirði #jarðskjalfti
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 3, 2024
Jahérna, þessi jarðskjálfti fannst mjög vel í Vatnsmýrinni.
— Erlendur (@erlendur) January 3, 2024
Hér var feitur jarðskjálfti. Myndi giska á 4,5+
— Halldór Halldórsson (@doridna) January 3, 2024