fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Ástæða þess að sumir vakna alltaf milli þrjú og fjögur á næturnar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. janúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er algengt að vakna á næturnar en Greg Murray, forstöðumaður Miðstöðvar geðheilbrigðis við Swinburne tækniháskólann í Ástralíu, segir að fólk sem glímir við streitu í daglegu lífi sé líklegra til að vera meðvitað um að vakna en aðrir.

Í grein sem Murray skrifaði árið 2021 segir hann: „Við vöknum í raun oft á hverri nóttu og léttur svefn er algengari seinni hluta nætur. Þegar svefninn er í lagi hjá okkur þá verðum við einfaldlega ekki vör við þessar vakningar. En ef við erum að upplifa smá streitu þá eru góðar líkur á því að slík vakning verði að einhverju sem við erum fullmeðvituð um.“

Hvað varðar þá staðreynd að margir vakna milli klukkan þrjú og fjögur á næturnar er hægt að útskýra með háttatíma þínum og svefnlotum okkar.

„Alla nóttina sveiflast svefninn á milli hraða augnhreyfinga (REM) svefns og svefns sem ekki er REM. Hvert svefnstig hefur mismunandi þröskuld fyrir hversu auðvelt það er að vakna. Ein líkleg skýring á því að einstaklingur vaknar á sama tíma á hverri nóttu er sú að hann fer að sofa á sama tíma og svo, á sama tíma á hverri nóttu, nær hann léttum svefni og vaknar.“

Að halda verkefnalista til að halda utan um allt sem gæti valdið þér áhyggjum getur hjálpað til við að bæta svefninn. En ef svefnvandamál verða viðvarandi er ráðlegt að leita ráða hjá lækni. „Ef það eru liðnir meira en þrír mánuðir, þá endilega farðu til læknis. Eftir þrjá mánuði geta hvers kyns svefnvandamál orðið að venju, eins og mynstur fyrir heilann. Á þeim tímapunkti munt þú ekki ná að losna við vandann, þó þú losir þig undan því sem triggeraði vandann í upphafi. Streitan getur til dæmis verið farin, en svefnvandamálið er enn til staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?