fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Martraðarkenndur endir á árinu 2023 – Missti bæði hendur og fætur

Pressan
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 08:57

Þrátt fyrir allt segist Cindy vera þakklát fyrir það sem hún hefur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cindy Mullins, 41 árs tveggja barna móðir, segist vera þakklát fyrir að vera á lífi eftir að hafa misst bæði handleggi og fætur eftir að hafa fengið nýrnasteina skömmu fyrir jól.

Cindy, sem er búsett í Kentucky í Bandaríkjunum, leitaði til læknis eftir sársaukafullt nýrnasteinakast í desember. Læknar reyndu að meðhöndla hana eftir bestu getu en ekki leið á löngu þar til illviðráðanleg sýking fór að gera vart við sig. Sýkingin leiddi síðan til blóðeitrunar.

Eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi um skamma hríð sáu læknar þann kost vænstan að svæfa hana. Þegar Cindy vaknaði nokkrum dögum síðar var búið að fjarlægja fótleggi hennar fyrir neðan hné vegna blóðeitrunarinnar.

Martröðinni var ekki lokið því læknar tjáðu henni að þeir þyrftu einnig að fjarlægja handleggi hennar fyrir neðan olnboga vegna sýkingarinnar.

Söfnun á vefnum GoFundMe hefur verið hrundið af stað fyrir Cindy og hefur mál hennar vakið talsverða athygli í bandarísku pressunni. Í samtali við WLEX kveðst hún vilja líta á björtu hliðarnar þó að síðustu dagar ársins 2023 hafi verið henni afar erfiðir.

„Ég er bara hamingjusöm að vera á lífi. Ég fæ að sjá börnin mín, ég fæ að sjá fjölskylduna mína. Ég fæ að njóta tímans með eiginmanni mínum,“ segir hún.

Kveðst hún vonast til þess að saga hennar verði til þess að aðrir „hægi aðeins á sér“ í hinu hversdagslega amstri og njóti heilsunnar og tímans með sínum nánustu.

Mullins, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur, hefur verið með eiginmanni sínum síðan hún var 17 ára og saman eiga þau tvo syni, 12 og 7 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu