Belgorod er nærri úkraínsku landamærunum og gerðu Úkraínumenn loftárás á borgina fyrir nokkrum dögum. Segja rússnesk yfirvöld að þá hafi 25 fallið. Sú árás Úkraínumanna var gerð í kjölfar harðra loftárása Rússa á nokkrar úkraínskar borgir. Létust 39 í þeim árásum.
Í gær létust 4 og 92 særðust í árásum Rússa á Úkraínu.
Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sagði á mánudaginn að Rússar muni herða árásir sínar á Úkraínu sem svar við árásum á Belgorod. „Við munum herða árásirnar. Engin brot gegn mannréttindum verða látin óátalin,“ sagði forsetinn við það tækifæri.