fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Veðrið á síðasta ári sló fyrri met – Ekki gerst í 125.000 ár

Pressan
Laugardaginn 6. janúar 2024 07:30

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vísindamenn telja að nýliðið ár hafi verið það hlýjasta síðustu 125.000 árin og byggja það á bráðabirgðatölum fyrir árið.

Sky News skýrir frá þessu og segir að auk þess að árið var mjög hlýtt þá hafi hvert öfgaveðrið á fætur öðru herjað á heimsbyggðina. Þetta voru allt frá þurrkum og miklum gróðureldum til úrhellis og flóða.

Árið var varla gengið í garð þegar mikil úrkoma skall á Kaliforníu og olli flóðum og skriðum. 21 lést í hamförunum.

Spánverjar upplifðu þurrasta marsmánuðinn í 20 ár. Hann var svo þurr að vatnsból létu mjög á sjá og mældist vatnsmagnið í þeim hið minnsta síðan 1990. Hitinn hélt áfram að hrella Spánverja í apríl og mældist mesti hitinn í mánuðinum 38,8 gráður.

Margir muna eflaust eftir miklum skógareldum sem herjuðu á marga vinsæla sumarleyfisstaði í Evrópu síðasta sumar og fór hitinn oft yfir 40 gráður í álfunni.

Haustið fór einnig illa með mörg svæði. Miklir þurrkar herjuðu á Amazon í Suður-Ameríku og öflugar haustlægðir skullu á Bretlandseyjum og nokkrum löndum á meginlandinu.

Veðrið hafði neikvæð áhrif á heimsviðskiptin og getur haft miklar og neikvæðar afleiðingar fyrir þau í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður