Ætlunin var að fljúga frá eyjunni Guam í vestanverðu Kyrrahafi þann 1. janúar 2024 og lenda í Honolulu þann 31. desember 2023. Sem sagt sannkallað tímaferðalag.
Brottför frá Guam var áætluð klukkan 07.35 á nýársdag en tafir urðu á brottförinni og tók vélin ekki á loft fyrr en klukkan 14.00. þessi seinkun gerði að verkum að vélin lenti ekki í Honolulu fyrr en klukkan 00.34 á nýársnótt.
Vélin lenti því ekki fyrr en rúmlega hálf klukkustund var liðin af nýja árinu.
You only live once, but you can celebrate New Year's Eve twice! 🎉🎉
UA200 departs Guam at 7:35 a.m. on January 1, 2024 and lands in Honolulu at 6:50 p.m. on December 31, 2023. pic.twitter.com/T3QY1ED9Bl
— United Airlines (@united) December 28, 2023
„Góð hugmynd, ergilegt að vélinni seinkaði. Ég ætlaði með þessu flugi. Tvöfalt gamlárskvöld átti sér ekki stað. Kannski á næsta ári?“ skrifaði einn viðskiptavinur flugfélagsins við færslu þess á samfélagsmiðlinum X.
Annar skrifaði: „Ég bókaði þetta flug sérstaklega til að geta tekið þátt í þessu,“ skrifaði annar.
United Airlines hefur beðið farþegana afsökunar og boðið þeim aðstoð við að bóka ný flug.