fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Tímaferðalagið fór úrskeiðis – Lentu á vitlausu ári

Pressan
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 22:00

Skjáskot úr kvikmyndinni Aftur til framtíðar þar sem tímaferðalög koma við sögu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú lifir bara einu sinni en þú getur fagnað gamlárskvöldi tvisvar!“ Svona auglýsti bandaríska flugfélagið United Airlines sérstaka flugferð á samfélagsmiðlinum X. En þetta fór nú heldur betur úrskeiðis.

Ætlunin var að fljúga frá eyjunni Guam í vestanverðu Kyrrahafi þann 1. janúar 2024 og lenda í Honolulu þann 31. desember 2023. Sem sagt sannkallað tímaferðalag.

Brottför frá Guam var áætluð klukkan 07.35 á nýársdag en tafir urðu á brottförinni og tók vélin ekki á loft fyrr en klukkan 14.00. þessi seinkun gerði að verkum að vélin lenti ekki í Honolulu fyrr en klukkan 00.34 á nýársnótt.

Vélin lenti því ekki fyrr en rúmlega hálf klukkustund var liðin af nýja árinu.

„Góð hugmynd, ergilegt að vélinni seinkaði. Ég ætlaði með þessu flugi. Tvöfalt gamlárskvöld átti sér ekki stað. Kannski á næsta ári?“ skrifaði einn viðskiptavinur flugfélagsins við færslu þess á samfélagsmiðlinum X.

Annar skrifaði: „Ég bókaði þetta flug sérstaklega til að geta tekið þátt í þessu,“ skrifaði annar.

United Airlines hefur beðið farþegana afsökunar og boðið þeim aðstoð við að bóka ný flug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi