fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

„Skyndilega heyrðist búmm og það varð sjóðheitt“

Pressan
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 22:00

Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá þá kviknaði mikill eldur í farþegaþotu Japan Airlines í morgun eftir að vélin lenti á Haneda-flugvelli í nágrenni Tókýó. Eldurinn kom upp eftir að vélin rakst á flugvél strandgæslunnar sem var þegar á flugbrautinni en sú flugvél hafði verið nýtt við björgunarstörf vegna jarðskjálftans sem gekk yfir Japan á nýársdag. Allir farþegar þotu Japan Airlines, sem voru 367 talsins, og 13 áhafnarmeðlimir komust út úr henni áður en hún varð eldinum endanlega að bráð. Hins vegar létust fimm af sex áhafnarmeðlimum vélar strandgæslunnar.

Sjá einnig: Hrikalegar myndir frá Japan – Farþegaþota með 367 um borð alelda

Meðal þeirra farþega sem komust lífs var sænsk fjölskylda en einn fjölskyldumeðlima segir í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT að hann skilji vart ennþá það sem fjölskyldan upplifði.

Um var að ræða Deibe fjölskylduna en ekki fylgir sögunni hversu margir meðlimir fjölskyldunnar voru um borð. Það var hinn 17 ára gamli Anton Deibe sem sat fyrir svörum hjá SVT.

Þegar hann ræddi við SVT sagðist hann enn vera fullur af adrenalíni og líða eins og hann gæti hlaupið langhlaup:

„Ég held að ég skilji ekki ennþá hvað við höfum gengið í gegnum.“

Hann segist hafa setið við hlið systur sinnar í flugvélinni en hún sat í gluggasætinu. Þegar flugvélin hafi verið nýlent hafi ósköpin dunið yfir.

„Skyndilega heyrðist búmm og það varð sjóðheitt vinstra meginn í andliti mínu.“

Sæti systkinanna voru rétt fyrir aftan annan væng flugvélarinnar en aðrir fjölskyldumeðlimir sátu víðs vegar í vélinni.

Anton segir að hávaðinn hafi verið mikill. Flugvélin hafi byrjað að hristast og ljósin hafi slokknað. Hann segir að þá hafi mikill æsingur gripið um sig meðal farþega en þó minni en hann hefði búist við eftir flugslys.

Anton segist því næst hafa litið út um gluggann og séð reyk og hugsað með sér hvað í ósköpunum hefði gerst. Þegar reykur hafi byrjað að streyma inn í flugvélina þá fyrst hafi hann orðið hræddur.

Þurfti að hoppa út með brotinn handlegg

Anton segir að slökkviliðsbílar hafi strax í kjölfarið komið að vélinni og byrjað að úða á gluggana en sífellt meiri reykur hafi borist inn í farþegarýmið:

Anton segir að hann hafi verkjað í hálsinn við að anda að sér reyknum og hafi þá sett bol fyrir vitin. Þá loks hafi neyðarútgangar flugvélarinnar verið opnaðir.

Svo vill til að Anton er handleggsbrotinn en hann gekkst undir aðgerð vegna brotsins í síðustu viku og var þess vegna með gifs á handleggnum þegar hann þurfti að hoppa út úr vélinni á neyðarrennibrautina og renna sér niður hana í öruggt skjól:

„Þegar ég stóð á grasinu sá ég alla flugvélina brenna. Andskotinn hafi það.“

Þegar Anton ræddi við SVT sagðist hann halda að hann væri enn í losti en að það væri að öðru leyti í lagi með hann. Hann átti bara eitt orð yfir það að lokum að þurfa að hoppa út úr brennandi flugvél og að finna sviðann í hálsinum vegna reyksins:

„Sjúkt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga