fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Morðið í Bátavogi – Hryllilegar lýsingar á misþyrmingum Dagbjartar á hinum látna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjört Rúnarsdóttir, 42 ára gömul kona, hefur verið ákærð fyrir að myrða sambýlismann sinn, 58 ára gamlan mann, að heimili þeirra í Bátavogi þann 23. september síðastliðinn. DV bíður þess að fá ákæruna í hendur, en það verður á allra næstu dögum.

Í dag var hins vegar birtur á vefsíðu dómstólanna gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Dagbjörtu frá því í síðasta mánuði. Í úrskurðinum er að finna afar óhugnanlegar lýsingar á meintu ofbeldi Dagbjartar gegn hinum látna, en hún virðist hafa misþyrmt manninum í meira en sólarhring áður en hann lést. Miðað við þær lýsingar má nánast fullyrða að hún hafi pyntað manninn til dauða. Lögreglan hefur meðal annars undir höndum töluvert af myndböndum sem sýna misþyrmingarnar auk þess sem krufning á hinum látna talar sínu máli.

Í úrskurði héraðsdóms segir meðal annars:

„Fyrir liggur fjöldinn allur af myndböndum og hljóðupptökum frá 22. og 23. september sl., tekin á síma brotaþola og kærðu. Myndefnið er um tvær og hálf klukkustund að lengd og nær yfir tímabil frá hádegi á föstudeginum 22. september til rúmlega eitt næsta dag. Í myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum, líkamlegum sársauka og þjáningu. Gerð var réttarkrufning á brotaþola þann 26. september. Á líkinu voru miklir áverkar, dreifðir yfirborðsáverkar víðs vegar um líkamann og þó nokkur beinbrot m.a. í nefi, hálsi, fingrum, rifbeinum og sköflung. Þá var töluverð innvortis blæðing í axlarvöðvum og í lærvöðva. Útlit áverkanna benda til þess að þeir hafi komið til við aðför annars manns, hið minnsta í formi högga eða sparka í andlit, klof og bol, höggs í vinstri fótlegginn og taks um hálsinn. Engir sjúkdómar komu fram við krufningu sem skýra andlátið.“

Þá segir einnig að svo virðist sem áverkarnir geti ekki hafa komið til af slysni heldur hafi orðið við árás annarrar manneskju. Áverkarnir hafi verið nægilega miklir til að valda dauða. Einnig er það álit réttarlæknis að áverkarnir hafi verið nýlegir og komið til rétt fyrir dauða mannsins, eða sólarhringinn á undan.

Dagbjört situr núna í gæsluvarðhaldi og hefur henni nýlega verið birt ákæra. Dagsetning réttarhaldanna liggur ekki fyrir en DV mun greina nánar frá málinu á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu