Hann lýsti í kjölfarið eftir kosningastjóra og fjárhagslegum bakhjörlum og tók það fram að hann myndi setja upp bekkpressu og litla box-aðstöðu á Bessastöðum ef hann næði kjöri.
Dóri er í hópi þekktustu grínista landsins en fordæmi eru fyrir því að grínistar eða leikarar hasli sér völl á öðrum og öllu alvarlegri vettvangi, samanber Jón Gnarr sem varð borgarstjóri.
Eitthvað bakslag virðist þó vera komið í áform Dóra að bjóða sig fram til forseta ef marka má nýjustu færslu hans á X.
„Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) – fer ég í framboð. Annars ekki.“
Dóri reyndist sannspár um eldgosið við Sundhnúkagíga fyrir jólin og verður forvitnilegt að sjá hvort hann hafi aftur rétt fyrir sér. Það kemur í ljós fljótlega.
Að gefnu tilefni.
Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk.
Ég hef því ákveðið eftirfarandi.
Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) – fer ég í framboð.
Annars ekki.
— Halldór Halldórsson (@doridna) January 2, 2024