fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Þetta þarf að gerast svo Dóri DNA bjóði sig fram til forseta

Fókus
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, lýsti því yfir á X (Twitter) í gær að hann hygðist bjóða sig fram til forseta.

Hann lýsti í kjölfarið eftir kosningastjóra og fjárhagslegum bakhjörlum og tók það fram að hann myndi setja upp bekkpressu og litla box-aðstöðu á Bessastöðum ef hann næði kjöri.

Dóri er í hópi þekktustu grínista landsins en fordæmi eru fyrir því að grínistar eða leikarar hasli sér völl á öðrum og öllu alvarlegri vettvangi, samanber Jón Gnarr sem varð borgarstjóri.

Eitthvað bakslag virðist þó vera komið í áform Dóra að bjóða sig fram til forseta ef marka má nýjustu færslu hans á X.

„Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) – fer ég í framboð. Annars ekki.“

Dóri reyndist sannspár um eldgosið við Sundhnúkagíga fyrir jólin og verður forvitnilegt að sjá hvort hann hafi aftur rétt fyrir sér. Það kemur í ljós fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?