fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

„Nostradamus nútímans“ með hrollvekjandi spádóm fyrir þetta ár

Pressan
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athos Salomé, sem stundum er kallaður „Nostradamus nútímans“, segir að árið 2024 verði merkilegt fyrir margra hluta sakir.

Athos þessi er sagður hafa spáð rétt fyrir um ýmis atriði í gegnum tíðinda, til dæmis kórónuveirufaraldurinn, innrásina í Úkraínu og dauða Elísabetar Bretlandsdrottningar svo fátt eitt sé nefnt.

Breska blaðið The Sun ræddi við hann um árið 2024 og er óhætt að segja að hann sjái ýmislegt merkilegt – en á sama tíma óhugnanlegt – gerast.

Í fyrsta lagi spáir hann því að mikil tímamót verði í geimsögunni þegar jarðarbúar komast í fyrsta sinn í samband við geimverur.

Hann á þó ekki von á því að þetta verði eins og í æsilegum vísindaskáldsögum eða bíómyndum þar sem heilu geimskipin koma til jarðar heldur munum við komast í samband í gegnum háþróuð og dulkóðuð merki.

Þá segir Athos að einhvers konar loftsteinn, með allskonar framandi og sjaldgæfum efnum, lendi á jörðinni á þessu ári. Í kjölfarið fari af stað nýtt geimkapphlaup þar sem Kína, Rússland og Vesturlöndin verða fremst í flokki í þeirri von að komast yfir meira af þessum efnum.

Athos segir að árið 2024 muni líka marka tímamót þegar kemur að gervigreindinni sem verður sífellt þróaðri.

Hann á von á því að á þessu ári muni tæknin verða orðin það fullkomin að tæki, vélmenni eða tölvur til dæmis, muni öðlast sjálfstæða hugsun og geta starfað án afskipta mannfólks. Segir hann að tækin muni á endanum þróa sitt eigið tungumál sem mannfólk mun ekki geta skilið. Vélmennin muni svo að lokum, vonandi ekki fyrr en í fjarlægri framtíð, gera einhvers konar uppreisn gegn mannfólkinu.

Athos segir að þriðja heimsstyrjöldin sé handan við hornið en hvorki Rússland né Ísrael muni eiga beinan hlut að máli, þvert á spár sumra. Hann segir að einhvers konar atburður í Suður-Kínahafi eða stórfelld netárás verði til þess að þriðja heimsstyrjöldin brýst út. Þetta stríð muni leiða til mikilla efnahagslegra hamfara fyrir jarðarbúa.

Athos segir svo að lokum að náttúruhamfarir muni setja strik í reikninginn víða. Hann sér fyrir sér „sársauka“ í Mið-Austurlöndum og í Afríku, einna helst Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Þá segir hann að í Bandaríkjunum muni fellibyljir og flóð hafa áhrif á líf margra við Mexíkóflóa. Í Kaliforníu, Oregon og Washington-ríki muni skógareldar valda gríðarlegu tjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um