Miðvörðurinn Radu Dragusin er áfram orðaður við Tottenham.
Dragusin er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa og hefur átt frábært tímabil, sem og Albert.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hefur sagt það opinberlega að hann ætli sér að ná í miðvörð í janúarglugganum og Fabrizio Romano greinir frá því í dag að félagið eigi nú í viðræðum við Genoa.
Dragusin hefur þegar samið við enska liðið um sín kjör.
🚨⚪️ Understand negotiations are underway between Tottenham and Genoa for Radu Dragusin after the agreement on personal terms with Romanian CB.
Spurs confident to advance as contacts continue on daily basis.
No changes on Jean-Clair Todibo deal, almost collapsed. pic.twitter.com/IZvflzZp5M
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024