fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hryllingur á bílastæði – Maður á sextugsaldri sakfelldur fyrir manndrápstilraun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 14:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Candido Alberto Ferral Abreu, sem fæddur er árið 1967 og bý í Seljahverfi, var rétt fyrir jól sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndrápstilraun og dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Ákært var vegna óhugnanlegs atviks sem átti sér stað á bílastæði í Reykjavík í marsmánuði árið 2021. Þar stakk Candido mann tvisvar með hnífi vinstra megin í brjósthol. „Önnur stungan var 6 cm löng og töluvert djúp framan á brjóstkassa og náði svo til að fleiðr’u í hæö við rif 3-5, hin stungan var 8 cm löng og töluvert djúrp, aftan á brjóstkassa í hæð við rif 3-4 og náði næstum aö fleiöru og olli afrifubroti frá hliðlægri brun herðablaðs,“ sagði í ákærunni.

Fyrir dómi neitaði Candido því að hann hefði ætlað að myrða manninn og lýsti atvikinu nánast sem slysi. Því hafnaði dómarinn málsins með öllu, eða eins og segir í texta dómsins:

Ákærði hefur borið um það að hann hafi ekki ætlað að ráða brotaþola bana heldur misst stjórn á skapi sínu og því veist að honum. Ákærði lýsti því nánast sem óviljaverki fyrir dómi að hafa stungið brotaþola. Í ljósi þess hvernig ákærði virðist hafa staðið að atlögu sinni gegn brotaþola er hann tekur hníf með sér er hann fer út úr bifreið sinni og gengur rakleitt að brotaþola og stingur hann fyrirvaralaust tvisvar nánast orðalaust og veitir brotaþola síðan eftirför um nokkra hríð á bílastæðinu verður ekki fallist á að um óviljaverk hafi verið að ræða. Þvert á móti mátti ákærða vera það ljóst að það að stinga mann í tvígang í brjóstkassann sé stórhættulegt og langlíklegast væri að bani myndi hljótast af. Í það minnsta hafi ákærði látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. “

Það varð til að milda dóminn yfir Candido að óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins gegn honum, en meira en tvö ár liðu frá því brotið átti sér stað og þar til lögregla athenti héraðssakóknara málið til ákærumeðferðar. Má því ljóst vera að ef ekki hefði komið til þessara tafa hefði hann fengið þyngri dóm en fjögurra ára fangelsi. Hann var auk þess dæmdur til að greiða þolandanum eina og hálfa milljón króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“