fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Hrafnkell ómyrkur í máli – „Það er ömurlegt“

433
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 10:00

Hrafnkell Freyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.

Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem erlendis.

video
play-sharp-fill

Rætt var um sumar Breiðabliks í Bestu deild karla, liðið átti í vandræðum innanlands en gerði vel og komst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni í Evrópu.

„Framan af var þetta gaman, héldum í Víkinga og komumst áfram í Evrópu. Það er geggjað að horfa á þessa Evrópuleiki, en það er ömurlegt að horfa á þessa Evrópuleiki á Laugardalsvelli,“ sagði Hrafnkell Freyr.

Blikar fóru í gegnum riðilinn án stiga og sumarið í deildinni endaði illa þar sem liðið gaf eftir og endaði í fjórða sæti.

„Ég mætti á báða leikina í Laugardalnum, það voru rúmlega þúsund á hvorum leiknum. Gegn Gent voru þar 300 Belgar, völlurinn var varla boðlegur í þessum leikjum,“ sagði Kristján Óli um málið og hélt áfram.

„Það var spennufall að komast í þetta, deildin fór eins og hún fór. Detta út úr bikarnum á grátlegan hátt, ég var brjálaður á leiðinni Norður.“

Hörður sagði mestu vonbrigðin vera þau að Blikar hefðu ekki getað nýtt sér augnablikin í deildinni til að komast í baráttuna. „Þetta var næstum því sumar, voru miklu betra lið en KA í undanúrslitum. Svo var þetta augnablik í heimaleiknum gegn Víkingi, Óskar mætir í þetta skemmtilega viðtal og segir Víkingum að segja að þeir séu að koma. Þeir nýttu það augnablik, það eru mestu vonbrigðin í sumar að þeir hafi ekki nýtt það augnablik til að koma sér í titilbaráttu.“

Umræðan um þetta er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
Hide picture