Aron Sigurðarson er á leið til KR frá danska liðinu Horsens samkvæmt Þungavigtinni.
Aron var á dögunum orðaður við Val en einnig tvö sænsk félög. Miðað við nýjustu fréttir er þessi þrítugi leikmaður að fara til KR.
„Ég var að heyra að Aron Sigurðarson sé að taka beygju frá Val og í Vesturbæinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.
Aron getur spilað á miðju og kanti en hann hefur leikið erlendis frá því hann fór frá Fjölni til Tromsö 2016. Hann hefur einnig spilað með Start og Union Saint-Gilloise, auk Horsens, í atvinnumennsku.
Samningur Arons við Horsens rennur út um mitt næsta sumar.
KR hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar. Síðan er þjálfarinn Rúnar Kristinsson farinn og tekinn við Fram og Gregg Ryder tekinn við.