Stuðningsmenn Manchester United voru heldur betur hissa er þeir opnuðu heimasíðu félagsins í gær.
Þegar dagatal United var opnað á heimasíðunni blasti við mynd af Jadon Sancho en hann er leikmaður janúar-mánaðar á dagatalinu. Enskir miðlar vekja athygli á þessu.
Þetta kemur ansi mikið á óvart en Sancho er gjörsamlega úti í kuldanum á Old Trafford og talið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir United.
Hann á í stríði við stjórann Erik ten Hag og fær ekki að koma nálægt aðalliðinu.
Sancho gekk í raðir United árið 2021 frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda en hefur ekki staðið undir væntingum.
🚨Jadon Sancho is the January player for the #MUFC calendar… pic.twitter.com/Q659EIENco
— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) January 1, 2024